Utanlandsferðir nemenda á vegum skólans

Erlent samstarf er sívaxandi hluti skólastarfsins. Margir nemendur Kvennaskólans eiga þess kost að fara í námsferðir og taka á móti erlendum nemendum. Um margvísleg verkefni er að ræða og eru mótaðar skýrar reglur um hvert verkefni fyrir sig. Hér á eftir fara nokkrar grunnreglur sem hafðar eru til hliðsjónar fyrir utanlandsferðir hverju sinni.

  1. Í utanlandsferðum á vegum Kvennaskólans er gerð sú krafa til þátttakenda að þeir hafi a.m.k. 90% vottorðamætingu og 80% raunmætingu frá upphafi vetrar.
  2. Þegar um fjöldatakmarkanir er að ræða gilda sömu reglur og í lið 1 og að þeim uppfylltum, eru þeir nemendur valdir til fararinnar sem hafa bestu mætinguna og hærri raunmæting látin ráða ef velja þarf á milli nemenda með sambærilega mætingu.
  3. Kennarar sem standa fyrir ákveðinni ferð geta í upphafi verkefnisins sett nánari reglur og skilyrði fyrir þátttöku nemenda. Þessar reglur geta til dæmis fjallað um verkefnaskil, hegðun eða aðra þætti.
  4. Þeir nemendur sem taka þátt þurfa að skrifa undir nemendasamning við skólann fyrir brottför þar sem fram koma nánari reglur sem gilda í ferðinni, s.s. um hegðun. Ef um ólögráða nemendur er að ræða skrifa forráðamenn einnig undir samninginn.