Kennarafundir

Í framhaldsskólum skal halda kennarafundi reglulega og að lágmarki tvisvar sinnum á skólaári. Skólameistari boðar til fundar og leggur fram dagskrá. Öllum sem eiga rétt til setu á kennarafundi er heimilt að bera þar fram mál. Kennarafundur kýs tvo fulltrúa í skólaráð og einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.