Þjónusta við nemendur

Nemendur skólans eiga rétt á aðgangi að námsráðgjöf, safni sem er upplýsingamiðstöð og lesaðstöðu án endurgjalds.

  • Námsráðgjafi veitir nemendum leiðsögn í persónulegum málum sem snerta námið og skólann. Námsráðgjafi metur hvort unnt sé að leysa úr málum innan skólans eða hvort leita þarf eftir sérhæfðari meðferð til viðeigandi sérfræðinga eða stofnana. Hann kemur upplýsingum þar um til skólameistara.   
  • Bókasafn er staðsett á fyrstu hæð í aðalbyggingu skólans. Um 9000 bækur eru í eigu safnsins. Gögn á safninu eru tölvuskráð í forritinu Metrabók. Á bókasafninu eru fartölvusett sem kennarar geta pantað fyrir nemendur sína í kennslustundir. Ef fartölvurnar eru ekki pantaðar geta nemendur fengið þær að láni til notkunar á safninu.
  • Á bókasafninu er vinnuaðstaða fyrir 60 nemendur. Á safninu eru tölvur ætlaðar nemendum og rúmgóð lesstofa. Vinnuaðstaða og tölvuaðgangur er einnig til staðar í hinum húsunum tveimur þ.e.a.s. í Miðbæjarskólanum og Uppsölum.