Vímuefni

Reykingar eru bannaðar í skólanum, hvort sem er tóbaks eða annarra efna, svo og notkun munntóbaks og neftóbaks. Þá eru svokallaðar rafrettur einnig bannaðar. Bannið nær yfir öll húsakynni skólans, lóð og  samkomur og ferðir á vegum skólans.

 

Stranglega er bannað að hafa áfengi og önnur vímuefni um hönd eða vera undir áhrifum þeirra í húsakynnum skólans, á lóð hans og öllum samkomum og ferðum á vegum skólans.

 

Skólinn áskilur sér rétt til þess að gera tóbak, vindlinga og svokallaðar rafrettur (vape) upptæk vegna neyslu og notkunar nemenda eða gesta þeirra innan vébanda skólans.

Sé nemandi undir 18 ára aldri getur forráðamaður sótt hið handlagða til skólameistara en nemandi sjálfur ella.