Forvarnastefna

Framtíðarsýn:

Nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík hefur sterka sjálfsmynd, ber ábyrgð á eigin heilsu, forðast að nota áfengi, tóbak eða vímuefni, hugar að næringu, hreyfingu og svefni, hefur heilbrigða sýn á sig sem kynveru og gætir að gagnkvæmri virðingu í samskiptum við annað fólk.

Meginmarkmið:

 • að efla alhliða forvarnir og heilsuvernd
 • að styrkja sjálfsmynd og efla heilbrigðan lífsstíl nemenda
 • að rækta virðingu í samskiptum
 • að vinna gegn neyslu áfengis, tóbaks og annarra vímuefna
 • að vinna gegn óhóflegri tölvu- og símanotkun.

 

Leiðir að markmiðum:

Forvarnafulltrúi og forvarnateymi

Við skólann starfi forvarnafulltrúi sem stýri forvarnateymi sem í eru fulltrúi/fulltrúar frá nemendum, kennurum, stjórnendum og forráðamönnum.

Helstu verkefni forvarnateymis eru að:

 • endurskoða forvarnastefnu skólans
 • hafa eftirlit með að forvarnastefnu skólans sé fylgt
 • vera til ráðgjafar við gerð aðgerðaáætlana um hvernig beri að stuðla að heilbrigðari lífsstíl og forvörnum
 • fylgjast með umræðu um forvarnir og vera í sambandi við aðra aðila sem vinna að sama markmiði
 • standa að fræðslu um forvarnir og heilbrigðan lífsstíl fyrir starfsfólk, nemendur og forráðamenn nemenda
 • miðla upplýsingum til foreldraráðs skólans
 • halda uppi umræðum og fræðslu um forvarnir og heilbrigða lífshætti og koma á framfæri hugmyndum til að efla þann þátt skólastarfsins.

 

Deilimarkmið - skólinn ætti að:

 • senda nemendum skýr skilaboð um afstöðu til áfengis- og vímuefnanotkunar
 • styðja fjölbreytt og vímuefnalaust félagslíf nemenda
 • tengja lífsstílsþætti heilsueflandi framhaldsskóla við forvarnir og standa að forvarnafræðslu fyrir nemendur og starfsmenn skólans
 • stuðla að jafningjafræðslu meðal nemenda
 • virkja foreldraráðið til aðstoðar við forvarnir
 • fræða foreldra um forvarnamál og vera með skýr skilaboð til þeirra um að það sé ekki eðlilegt að nemendur í framhaldsskóla neyti áfengis- eða vímuefna
 • móta skýrar reglur um skólaböll
 • bjóða nemendum þátttöku í edrúpotti
 • skilgreina hlutverk kennara í gæslu á böllum
 • móta skýrar reglur um það hvernig eldri nemendur taka á móti nýnemum
 • móta skýrar reglur um hópferðir nemenda skólans
 • sjá nemendum fyrir viðfangsefnum sem styrkja sjálfsmynd og sjálfsvirðingu
 • fræða starfsfólk og nemendur um einkenni og afleiðingar óhóflegrar tölvu- og símanotkunar
 • styðja og benda á leiðir fyrir nemendur sem vilja losna úr ánauð vímuefna
 • skilgreina tilvísunaraðila innan sem utan skólans vegna fíknar.

Deilimarkmið - nemendafélagið ætti að:

 • vinna að því að stöðva alla drykkju og neyslu annarra vímugjafa í félagslífi á vegum nemendafélagsins
 • stuðla að vímulausum viðburðum innan skólans.

 

Deilimarkmið - foreldrar/forráðamenn ættu að:

 • vinna að forvörnum og eftirliti í takti við stefnu skólans
 • styrkja og skilgreina hlutverk foreldraráðs skólans gagnvart forvörnum
 • fá fræðslu um forvarnir og uppeldi unglinga
 • afnema foreldralaus partý
 • sækja börn sín eftir dansleiki
 • fara í foreldrarölt í tengslum við dansleiki og stærri atburði í félagslífinu.

 

Aðgerðaáætlun forvarnateymisins 2016-2017  

 1. gott eftirlit á dansleikjum 
 • fara eftir verklagsreglur um gæslu á böllum.
 • vera með áfengismælaog bjóða nemendum að blása sem eru grunaðir um ölvun
 • bjóða nemendum þátttöku í edrúpotti með veglegum vinningum
 • passa að fjöldi ballgesta sé ekki mikið fram yfir fjölda nemenda skólans
 • hafa virkt foreldrarölt í vestum frá Go security

2. Vera með forvarnafræðslu til foreldra og nemenda í gegnum facebook síðuna: https://www.facebook.com/Forvarnarfr%C3%A6%C3%B0sla-Kvennask%C3%B3lans-%C3%AD-Reykjav%C3%ADk-1809213416029938/?fref=ts 

3. Reyna að fá góðar fyrirmyndir til að vera með Keðjusnappið í einn dag

4. Foreldrafélagið fjármagni fræðslufyrirlestra um ýmis málefni.