Heilsustefna

Kvennaskólinn í Reykjavík er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Heilsuefling er sameiginlegt verkefni stjórnenda, starfsmanna og nemenda skólans. Markmiðið er að bæta heilsu og líðan þeirra sem starfa og stunda nám við skólann. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til virkrar þátttöku og aukinnar meðvitundar um gildi góðrar heilsu. Heilsustefnunni er ætlað að hafa áhrif á daglegar venjur og starf í skólanum.

Áhersluþættir stefnunnar eru næring, hreyfing, geðrækt og lífsstíll.

 

Næring

 

 

 

Markmið:

 • að bjóða upp á næringarríkan mat í mötuneyti nemenda og starfsmanna
 • að stuðla að næringarríku millimáli starfsfólks og nemenda
 • að takmarka aðgang að sætindum (næringarsnauðum matvælum)
 • að efla vitund nemenda um gildi næringar

Leiðir að markmiðum:

 • áhersla á grófmeti (t.d. heilhveitipasta, gróft brauð og hýðishrísgrjón), sykursnauðar matvörur og leitast við að bjóða upp á ferskt hráefni
 • starfsfólki sé boðið upp á ávexti og hrökkbrauð því að kostnaðarlausu og boðið upp á boost og ávexti í mötuneyti
 • einungis boðið upp á sætabrauð eftir hádegi og orkustykki að hámarki í 50 g umbúðum, allt gos tekið út og einungis boðið upp á kolsýrt vatn og ávaxtasafa
 • valáfangi í næringarfræði sé alltaf í boði.
   

Hreyfing

 

 

 

Markmið:

 • að hvetja til aukinnar hreyfingar meðal starfsmanna og nemenda skólans.
 • að efla samstarf um hreyfingu við nærsamfélag
 • að fjalla á heimasíðu skólans um þátttöku nemenda og starfsmanna í hreyfitengdum viðburðum
 • að hvetja starfsmenn og nemendur til að nota heilsueflandi ferðamáta til og frá skóla
 • efla meðvitund um gildi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega heilsu.
   

Leiðir að markmiðum:

 • að nemendur og starfsmenn taki þátt í hvatningarátökum eins og Lífshlaupinu, Hjólað í vinnuna og Hjólum í skólann
 • að standa fyrir ýmsum viðburðum sem stuðla að aukinni hreyfingu
 • að skipuleggja viðburði og samvinnu við íþróttafélög og aðra framhaldsskóla í nágrenninu
 • að birta fréttir á heimasíðu skólans þegar starfsmenn og/eða nemendur taka þátt í stærri íþróttaviðburðum
 • hjólagrindur við skólann, bíllaus dagur, ástandsskoðun og viðhald hjóla í boði.

 

Geðrækt

 

 

 

Markmið:

 • að hlúa að andlegri heilsu nemenda og starfsmanna í skólastarfinu
 • að allir leggi sitt af mörkum til að efla góðan starfsanda í skólanum
 • að sýna umburðarlyndi
 • að vinna gegn fordómum.

Leiðir að markmiðum:

 • að eineltisstefna skólans og Geðorðin 10 verði gerð sýnileg
 • að virk námsráðgjöf sé við skólann
 • að kenndur sé áfangi í skólanum sem sérstaklega tekur á geðrækt og geðheilsu
 • að starfsfólki bjóðist fræðsla um geðheilsu og geðrækt
 • að halda á lofti gildi andlegrar heilsu og þeim þáttum sem ber að leggja áherslu á í forvörnum gegn sjúkdómum af geðrænum toga.
 • í skólanum sé aðgengilegt efni um leiðir til að leita sér aðstoðar vegna geðheilsu
 • fræðsla sem eykur víðsýni og meðvitund t.d. með Lifandi bókasafni þar sem manneskjur eru  notaðar í staðinn fyrir bækur og samskipti eiga sér stað á milli „bókar“ og lesanda. Þemu geta verið mismunandi, þar sem fulltrúar frá ákveðnum hópum fjalla til dæmis um vændi, mansal, þrælahald, samkynhneigð, trans, kvenréttindabaráttu, fötlun o.s.frv.
    

 

Lífsstíll

 

 

Markmið:

 • að leggja áherslu á samfélagsvitund nemenda
 • að skólinn taki þátt í verkefnum tengdum umhverfisvitund
 • að efla umræðu og meðvitund um ólík lífsgæði í heiminum
 • að stuðla að forvarnarfræðslu fyrir nemendur og starfsfólk
 • að skólinn sé tóbaks-, áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður
 • að stuðla að heilbrigðri tölvunotkun.
   

Leiðir að markmiðum: 

 • árlega sé haldinn Góðgerðardagur þar sem nemendur leggja einhverjum góðgerðarsamtökum lið og Tjarnardagar þar sem nemendur og kennarar sækja námskeið af ýmsum toga
 • skólinn taki þátt í Grænfánaverkefninu og sjái árlega um viðburð í tengslum við það
  boðið sé upp á áfanga á borð við átakasögu, hjálparstarf, þjóðarmorð og voðaverk, kynjafræði o. fl.
 • forvarnarfulltrúi sé virkur og nýnemafræðsla þar sem nemendur fá forvarnafræðslu
 • gengið verði eftir því að ekki sé reykt eða vímuefna neytt á lóð skólans, í húsnæði hans eða á samkomum á vegum skólans
 • boðið sé upp á fræðslu til starfsfólks og nemenda um eðlilega tölvunotkun.