Umhverfisstefna

Kvennaskólinn í Reykjavík hefur umhverfismál á stefnuskrá sinni og leggur áherslu á umhverfis- og náttúruverndarsjónarmið í skólastarfinu og í stefnumótun skólans. Í skólanum starfar umhverfisráð sem fundar mjög reglulega. Umhverfisráðið er skipað nemendum auk eins kennara.

Lögð er áhersla á að skólinn setji sér skýr markmið í umhverfismálum. Markmiðin snúa bæði að ytra og innra umhverfi skólans en einnig að aukinni fræðslu og virkni nemenda og starfsfólks í umhverfis- og náttúruverndarmálum. Áhersla er lögð á skapandi lausnir og að efla jákvætt viðhorf innan skólasamfélagsins til umhverfismála. Stefna skólans í umhverfismálum er einföld og skýr. Helstu umhverfismarkmið skólans eru að:

· auka fræðslu og umræðu um umhverfismál innan skólans

· flokka allt rusl og vekja athygli á mikilvægi þess

· minnka pappírsnotkun

· minnka plastnotkun

· hvetja nemendur og starfsmenn til þess að nota umhverfisvænar samgöngur

· hafa umhverfisviku einu sinni á ári

· viðhalda grænfánanum

· meta árangur í umhverfismálum innan skólans, kynna það sem vel er gert og lagfæra
  það sem betur má fara.