Bókasafn

Sími: 580 7610  

Bókasafn Kvennaskólans er staðsett á jarðhæð í viðbyggingu aðalbyggingar. Þar er vinnuaðstaða fyrir 60 nemendur, þar af 20 lesbásar. Húsnæði bókasafnsins skiptist í lesrými og vinnurými. Í vinnurými eru 10 borðtölvur ætlaðar nemendum og góð hópvinnuaðstaða.  Kennarar geta pantað vinnurýmið og borðtölvurnar til kennslu ef þess er óskað.

Á bókasafninu (í vinnurýminu) er prentari sem nemendur geta notað. Einnig er til útláns fartölvusett sem kennarar geta pantað fyrir nemendur sína í kennslustundir. Ef fartölvurnar eru ekki pantaðar geta nemendur fengið þær að láni til notkunar á safninu. 

Gögn safnsins eru tölvuskráð í forritinu Metrabók.  Allir nemendur og kennarar eru skráðir notendur og ekki þarf skírteini til að fá lánuð gögn á safninu.  Safnkostur er um 8000 bindi bóka o.fl.. Nokkur tímarit eru í áskrift.

Starfsfólk:

Sigrún Halla Guðnadóttir      

Netfang: sigrunh@kvenno.is

 

Opnunartími:


Mánud. - fimmtud. 9:30-14:30

Föstud. 10:00 - 14:00

 

Útlán og skil

Nemendur og starfsfólk skólans geta fengið lánaðar bækur á safninu án skírteinis, Útlánstími er 2 vikur. Kennslubækur, orðabækur og handbækur eru eingöngu til útláns í eina kennslustund. Bækur sem margir eru að nota í einu vegna verkefna eru ekki lánaðar út.