Bókasafn

Sími: 580 7610  Fax: 552 5682 

Bókasafn Kvennaskólans er staðsett á jarðhæð í viðbyggingu aðalbyggingar. Þar er vinnuaðstaða fyrir 60 nemendur, þar af 20 lesbásar. Húsnæði bókasafnsins skiptist í lesrými og vinnurými. Í vinnurými eru 10 borðtölvur ætlaðar nemendum og góð hópvinnuaðstaða.  Kennarar geta pantað vinnurýmið og borðtölvurnar til kennslu ef þess er óskað.

Á bókasafninu er einnig prentari og ljósritunarvél en bókavörður hefur aðgang að ljósritunarvélinni og leiðbeinir nemendum um notkun hennar eða ljósritar fyrir nemendur. Einnig er til útláns fartölvusett sem kennarar geta pantað fyrir nemendur sína í kennslustundir. Ef fartölvurnar eru ekki pantaðar geta nemendur fengið þær að láni til notkunar á safninu. 

Gögn safnsins eru tölvuskráð í forritinu Metrabók.  Allir nemendur og kennarar eru skráðir notendur og ekki þarf skírteini til að fá lánuð gögn á safninu.  Safnkostur er um 8000 bindi bóka o.fl.. Nokkur tímarit eru í áskrift.

Starfsfólk

Svanhildur Agnarsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur, safnstjóri      

Netfang: svanhildur@kvenno.is

 

Opnunartími


Mánud. - fimmtud. 9:30-14:30

Föstud. 10:00 - 14:00

 

Útlán og skil

Nemendur og starfsfólk skólans geta fengið lánaðar bækur á safninu án skírteinis, Útlánstími er 2 vikur. Kennslubækur, orðabækur og handbækur eru eingöngu til útláns í eina kennslustund. Bækur sem margir eru að nota í einu vegna verkefna eru ekki lánaðar út.