Náms- og starfsráðgjöf

Í Kvennaskólanum starfa tveir náms- og starfsráðgjafar í samtals 110% starfi. Þeir veita nemendum leiðsögn í persónulegum málum sem snerta námið og skólann. Náms- og starfsráðgjafar meta hvort unnt sé að leysa úr málum innan skólans eða hvort leita þarf eftir sérhæfðari meðferð til viðeigandi sérfræðinga eða stofnana.