Tölvubúnaður og tölvunotkun

Í skólanum eru tvær tölvustofur. Þar geta nemendur unnið verkefni þegar stofurnar eru lausar. Skólinn á einnig færanleg fartölvusett sem notuð eru fyrir nemendahópa í kennslu. Jafnframt eru nokkrar borðtölvur til afnota fyrir nemendur á efri hæð Uppsala og innst í kjallaragangi í suðurálmu Miðbæjarskóla.

Í öllum kennslustofum skólans eru kennaratölvur og skjávarpar. Öllum nemendum skólans er úthlutað heimasvæði á neti skólans og þeir fá einnig tölvupóstfang. Þráðlaust netkerfi er í skólanum þannig að nemendur geta komið með eigin fartölvur og notað á netinu.