Upphaf haustannar 19. ágúst

Upphaf haustannar 19. ágúst

Nýnemar eiga að koma til skólasetningar mánudaginn 19. ágúst kl. 9.  Skólasetningin verður í Uppsölum, Þingholtsstræti 37. Að skólasetningu lokinni hitta nýnemar m.a. umsjónarkennara sinn og bekkjarfélaga. Gert er ráð fyrir að nýnemarnir verði í skólanum fram að hádegi þennan dag.

Kennsla hefst þriðjudaginn 20. ágúst hjá öllum nemendum skólans samkvæmt stundaskrá. Hægt verður að sjá stundaskrár í Innu, námskerfi skólans, um leið og þær eru tilbúnar, líklega um miðja næstu viku (vikuna 12.-16. ágúst). Til að skrá sig inn á vefinn Innu er best að fara á www.inna.is og nota annað hvort rafræn skilríki eða íslykil. Bókalistar/námsgagnalistar verða sýnilegir í Innunni um leið og stundatöflur.