Kynningafundur fyrir foreldra/forráðamenn 27. ágúst kl.20

Kynningafundur fyrir foreldra/forráðamenn 27. ágúst kl.20

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema Kvennaskólans í Reykjavík haustið 2019 verður haldinn þriðjudaginn 27. ágúst. Fundurinn hefst kl. 20.00 og verður í sal mötuneytisins í Uppsölum, Þingholtsstræti 37. Á dagskrá er meðal annars: • Námið við skólann, skólasókn, skólareglur o.fl. • Námsráðgjöfin • Félagslíf nemenda • Forvarnir • Kynning á foreldraráði • Umsjónarkennarar fara með forráðamenn sinna umsjónarnemenda í kennslustofu í Miðbæjarskólanum og sýna Innu, námskerfið, dæmi um námsáætlanir o.fl. • Húsnæði skólans skoðað. Reiknað er með að dagskránni ljúki um kl. 22.