Stundatöflur og bókalistar

Nú geta nemendur séð stundatöflu og bókalista (námsgagnalista) í Innunni. Farið í Innuna og smellið á Námsgagnalisti hægra megin á skjánum og þá kemur upp bókalistinn ykkar. Til að sjá stundatöfluna smellið þið á Stundatafla efst á skjánum og veljið þar undir Mín stundatafla. Þar sem kennsla hefst ekki fyrr en í næstu viku kemur upp tóm tafla en ef þið smellið á örina ofan við töfluna getið þið fengið fram næstu viku og séð tímana.