Nýjungar í Kvennó

Nýlega bættust plasteiningar við flokkunargrindurnar í Kvennó. Fyrir voru fötur undir pappír, flöskur/dósir og almennt rusl. Nú eru grindur með 4 mismunandi flokkunarpokum á göngum skólans og allt plast fer í græna poka. Ekki þarf að þvo plastið áður, en umbúðirnar verða að vera tómar. 

Önnur nýjung í Kvennó um þessar mundir er sú að inn á 3 stórum kvennasnyrtingum (einni í hverju húsi) er hægt að sækja sér frítt dömubindi í neyð.