Skíða- og menningarferð Keðjunnar

Föstudaginn 19. janúar fara 140 Kvennó-nemendur í skíða- og menningarferð til Akureyrar. Keðjan og listanefnd standa fyrir ferðinni og er ætlunin að nýta ferðina til að mæta á Morfís-keppni þar sem Kvennó keppir á móti MA á föstudagskvöld. Áætluð brottför kl.13:30  á föstudag frá Kvennó og er heimkoma áætluð um kl.23 sunnudaginn 21. janúar. Gist verður í Lundaskóla. Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við Kolbein Hring formann listanefndar í s.7772300 eða Sigrúnu Steingrímsdóttur kennara og félagsmálafulltrúa í s.8228285.