Skráning í sérstofu vorið 2018.

Sérstofan er einungis hugsuð fyrir þá nemendur sem þurfa sérstakt næði og hafa skilað gildum greiningum til skólans. Allir nemendur skólans hafa sama próftíma, hvort sem þeir eru í almennri stofu eða sérstofu.
 
Vinsamlega fyllið út eyðublað (var sent í tölvupósti og fæst einnig á skrifstofu skólans) og skilið því á skrifstofu skólans í aðalbyggingu eða í pósthólf Hildigunnar eða Sigríðar Maríu í aðalbyggingu í síðasta lagi föstudaginn 13. apríl fyrir kl. 16. 
 
Nemendur eiga einungis að skrá þá áfanga sem þeir óska eftir að taka í sérstofu. Hafi þeir ekki skráð viðkomandi áfanga á eyðublaðið er litið svo á að þeir taki prófið í almennri stofu.
Athugið að skráningu lýkur 13. apríl.