Innheimta til nemenda – umhverfisvænn skóli

Ekki verða lengur póstlagðir greiðsluseðlar (pappírs) vegna hinna ýmsu gjalda sem standa þarf skil á  vegna náms við Kvennaskólann í Reykjavík. 

Unnið hefur verið markvisst að því að bæta aðgengi og samskipti ríkisins við þegna sína, sjá frétt hér: 

https://www.fjs.is/frettir/nytt-utlit-a-island.is

Allir greiðsluseðlar frá Kvennó munu birtast í pósthólfi á vefsíðunni island.is sem íslykill veitir aðgang að.