Skráning í sérstofu í jólaprófum 2018

Sérstofan er hugsuð fyrir þá nemendur sem þurfa sérstakt næði og hafa skilað gildum greiningum til skólans (til námsráðgjafa eða skrifstofu). Þeir sem vilja (og hafa rétt á) að sækja um sérstofu þurfa að skila útfylltu eyðublaði á skrifstofuna eða í pósthólf Hildigunnar eða Ínu Bjargar í aðalbyggingu í síðasta lagi þriðjudaginn 6. nóvember fyrir kl. 16. Eyðublöð má nálgast í rekka fyrir framan skrifstofuna í A. Nemendur eiga einungis að skrá þá áfanga sem þeir óska eftir að taka í sérstofu. Hafi þeir ekki skráð viðkomandi áfanga á eyðublaðið er litið svo á að þeir taki prófið í almennri stofu.