Innritunargjöld vorannar

Greiðsluseðlar hafa verið sendir í heimabanka forráðamanna eða nemenda Kvennaskólans í Reykjavík vegna vorannar 2019. Gjalddagi er 20. desember 2018 en eindagi 4. janúar 2019.

Innritunargjöld eru fjórskipt:

* Innritunargjald kr. 6.000 á önn er ákvarðað með reglugerð nr. 614 frá 7. júlí 2009.

* Skólasjóður kr. 12.500 á önn. Skólasjóð er ráðstafað í þágu nemenda og skólastarfs, m.a. er innifalinn leikhúsmiði, vettvangsferðir, netaðgangur, tölvupóstfang og pappírskvóti til prentunar og ljósritunar. Leiklistarstarfsemi, kór og ýmis önnur verkefni eru studd eftir því sem tilefni gefst.

* Nemendafélagsgjald kr. 4.500 á önn. Aðild að nemendafélaginu er frjáls. Nemendafélagið notar gjaldið til fjölbreyttra félagsstarfa en í því felst m.a. skóladagbók, útgáfa skólablaðs og lægra verð á samkomur. Þeir nemendur sem velja að standa utan nemendafélags sendi tölvupóst á netfangið gudnyrun@kvenno.is fyrir eindaga greiðsluseðils.

* Foreldrafélag Kvennó, kr. 500 á önn. Stjórn félagsins er kosin á haustfundi ár hvert og mun nýta félagsgjöld í þágu forvarna og fræðslustarfs fyrir foreldra og forráðamenn. Aðild að félaginu er frjáls og þeir sem kjósa að standa utan foreldrafélags sendi tölvupóst á netfangið gudnyrun@kvenno.is fyrir eindaga greiðsluseðils.

Athugið að greiðsluseðill birtist í heimabanka nemenda sem eru orðnir 18 ára á álagningardegi. Hjá nemendum yngri en 18 ára birtist greiðsluseðillinn hjá foreldri/forráðamanni sem elst er í fjölskyldunúmeri skv. Þjóðskrá. Greiðsluseðlar verða ekki sendir í bréfapósti nema þess sé óskað með tölvupósti á áðurnefnt netfang.