Mynd af Kvennóleikarnir 19. október 2016

Kvennóleikarnir 19. október 2016

Kvennóleikarnir, eða Ólympíuleikar Kvennó voru haldnir í þriðja sinn nú í október. Markmið leikanna hefur verið að efla samkennd og jákvæðan skólabrag.  Nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði  skipuleggja og halda utan um leikana ásamt kennara sínum. Bekkir og hópur starfsmanna keppa sín á milli í hinum ýmsu greinum, til dæmis í vatnsdrykkju, kappáti, dansi, rappi og fleiru.  Hverju liði hefur verið  úthlutað þema úr kvikmyndum og útfærslan á því hefur verið fjölbreytileg. Mikið líf og fjör hefur verið þennan dag eins og myndirnar bera með sér.

Myndir frá leikunum má sjá hér