Mynd af Leikfélagið Fúría - Litla hryllingsbúðin 2017

Leikfélagið Fúría - Litla hryllingsbúðin 2017

Leikfélagið Fúría setti upp söngleikinn Litlu hryllingsbúðina í leikstjórn Mörtu Nordal í mars. Þetta er viðamesta sýning Fúríu til þessa. Sýningar fóru fram í Iðnó og þóttu takast glimrandi vel.  Með helstu hlutverk fóru: Daníel Óskar Jóhannesson sem lék  Baldur Krílbura, Vigdís Halla Birgisdóttir lék Auði, Sigurhjörtur Pálmason fór með hlutverk Músnik blómabúðareiganda og Orin Schrivello tannlækni lék Guðmundur Freyr Arnarson.  Söngtríóið skipuðu, Kolka Heimisdóttir, Nína Margrét Daðadóttir og Salka Rán Ragnarsdóttir Thorarensen.  Í hlutverki plöntunnar ógurlegu Auðar II var María Lóa Ævarsdóttr (Mæló) (rödd) og Helgi Björn Agnarsson (líkami).  Listanefnd sá um búninga, förðun, hár, props og margt fleira.

Myndir