Mynd af Dimisjón 2017

Dimisjón 2017

Dimisjón er síðasta kennsludag og er gleðihátíð útskriftarnema. Þeir fagna skólalokum og nýju tímabili, kveðja kennara sína og þakka fyrir sig. Að morgni dimisjóndagsins koma nemendur hvers bekkjar saman heima hjá einhverjum í bekknum borða saman morgunverð og æfa sín skemmtiatriði.

Undanfarin ár hafa nemendur komið um kl.10:30 í port Miðbæjarskólans og skarta þá ýmsum búningum.  Búningarnir eru stór hluti af stemningunni og hafa þeir verið margs konar.  Má þar nefna að krakkarnir hafa verið klæddir sem sturtuhengi, hippar, kúrekar, gospelkór, ýmsar teiknimyndafígúrur og furðuverur, frægar söngstjörnur, M&M kúlur svo eitthvað sé nefnt.

Þess má geta að orðið dimisjón eða dimission er myndað af latneskri sögn dimitto, sem þýðir ég sendi burt, eða brýt upp. 

Myndir frá dimisjón 5. maí 2017 má sjá hér