Mynd af Úskrift stúdenta 20. desember 2017

Úskrift stúdenta 20. desember 2017

Útskrifaðir voru sextán stúdentar frá Kvennaskólanum 20. desember.  Athöfnin fór fram í sal skólans í Uppsölum, sem búið var að færa í hátíðarbúning með jólatré og jólaljósum.  Kvennókórinn söng og Sigurhjörtur Pálmason útskriftarnemi lék á píanó.  Í ræðu sinni minntist skólameistari Hjalti Jón Sveinsson, Ingibjargar H. Bjarnason fyrrverandi skólastjóra skólans sem var fyrsta konan sem kjörin var til alþingis en hundrað og fimmtíu ár eru frá fæðingu hennar.  Einnig rakti hann í stuttu máli sögu húsanna þriggja sem skólinn hefur til umráða.  Fyrir hönd nýstúdenta flutti ávarp Eik Arnþórsdóttir. 

Hæstu einkunn í útskriftarhópnum hlaut Björgvin Hrólfsson og fékk hann verðlaun fyrir góðan árangur í eðlisfræði. Sigurhjörtur Pálmason hlaut viðurkenningu fyrir mikla og góða þátttöku í félagslífinu öll árin sín í skólanum og Ingveldur Lúðvíksdóttir Gröndal  viðurkenningu fyrir formennsku í  margmiðlunarráði veturinn 2016-2017.

Myndir má sjá hér