Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í þessum grunnáfanga fyrir hug- og félagsvísindadeild er gerð grein fyrir hlutverki líffræðinnar og tengslum hennar við aðrar fræðigreinar. Fjallað er um helstu viðfangsefni líffræðinnar. Helstu efnisþættir eru: líffræði sem fræðigrein og undirflokkar hennar, helstu sameiginleg einkenni lífvera, efni og helstu efnaferlar í lífverum, bygging og starfsemi fruma, fjölbreytileiki og flokkun lífvera, æxlun lífvera, grundvallaratriði erfða og helstu kenningar um þróun. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu og skilning á umhverfi sínu og því sem menn eiga sameiginlegt með öðrum lífverum. Því er reynt að tengja líffræðina daglegu lífi og áhugasviði ungs fólks. Einnig eru verkefni tengd umhverfi nemenda með það fyrir augum að auka áhuga þeirra og kynna þeim mikilvægi þekkingar á líffræði í daglegu lífi.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- sérkennum líffræðinnar sem fræðigreinar og tengslum hennar við aðrar greinar
- grundvallarhugtökum líffræðinnar
- helstu einkennum lífvera
- helstu fylkingum lífvera
- helstu flokkum efna í lífverum
- byggingu og starfsemi fruma
- æxlun lífvera
- helstu kenningum um erfðir og þróun
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skoða lífverur í náttúrunni og í smásjá
- flokka lífverur og nota greiningarlykla
- átta sig á einföldum erfðamynstrum
- lesa líffræðilegan texta
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- auka skilning á fyrirbærum náttúru- og raunvísinda
- leggja gróft mat á upplýsingar sem tengjast líffræðilegum viðfangsefnum í samfélaginu á gagnrýninn hátt
- tengja undirstöðuþekkingu í líffræði við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
- taka ábyrgð á eigin lífi m.t.t. líffræðilegra þátta
Nánari upplýsingar á námskrá.is