- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Nemandi sem hefur aðaleinkunn 5,0 eða hærri í lok skólaárs en hefur hlotið lokaeinkunn undir 5 í einhverjum áföngum hefur heimild til að þreyta endurtökupróf í einum til tveimur kjarnaáföngum við lok skólaárs. Athuga skal að ef lokapróf er í áfanga þá þarf nemandi að hafa þreytt það próf til að eiga rétt á að skrá sig í endurtökupróf.
Nemandi telst hafa staðist endurtökupróf í áfanga ef lokaeinkunn hans er að lágmarki 5. Eftir haustönn er nemanda heimilt að endurtaka 1 - 2 áfanga sem eru undanfarar kjarnaáfanga næstu vorannar. Þau endurtökupróf eru haldin í byrjun janúar.
Ekki eru allir áfangar þess eðlis að hægt sé að taka endurtökupróf í þeim. Þá verður að sitja áfangann aftur. Dæmi um slíka áfanga eru heilsulæsi, tjáning, o.fl.
Gjald fyrir endurtökupróf, sjá gjaldskrá.