Íslenskubraut fyrir nemendur af erlendum uppruna

English below

Námsbrautin er ætluð nemendum af erlendum uppruna á framhaldsskólaaldri. Námið á brautinni skiptist í fjórar annir og er megináhersla á íslenskukennslu á 1. og 2. þrepi (A1-B2 skv. evrópska tungumálarammanum). Með námi á brautinni er stefnt að því að nemendur verði sem best í stakk búnir til að taka virkan þátt í íslensku, lýðræðislegu þjóðfélagi. Brautin veitir ekki eiginleg réttindi, en með námi á brautinni er nemendum gert kleift að auka möguleika sína til náms og starfa í íslensku samfélagi. 

Nemendur með annað móðurmál en íslensku hafa ólíkan bakgrunn hvað varðar nám, menningu og tungumál. Þeir hafa mismikla undirstöðu í eigin tungumáli, læsi og námi og eru því misjafnlega undirbúnir að takast á við nýtt tungumál í nýju umhverfi. Þeir hafa einnig verið mislengi á Íslandi og fengið ólík tækifæri til að kynnast íslenskri tungu. Námsgreinin íslenska sem annað mál er því ekki einungis tungumálakennsla. Saman fara markmið þar sem leitast er við að þjálfa nemendur í íslensku máli, sem og menningarfærni, og með því stuðla að félagslegri vellíðan nemandans. Þau fela í sér að nýja tungumálið sé lykill að íslensku samfélagi, íslensku skólastarfi, íslensku atvinnuumhverfi og brúi ólíka menningarheima.

Eitt af lokamarkmiðum námsins er að opna möguleika nemenda á frekara námi við íslenska framhaldsskóla.
Við námslok á íslenskubraut er reiknað með að nemendur séu undirbúnir fyrir meira nám í íslenskum framhaldsskólum eða hafi bætt svo mjög íslenskukunnáttu sína að hún nýtist þeim á vinnumarkaði. 

Að loknu námi á brautinni skal nemandi hafa hæfni til að: 

  • geta hlustað á talað mál og skilið merkingu þess 
  • geta tjáð sig á viðeigandi hátt um ólík efni bæði munnlega og skriflega 
  • hafa trú á eigin málkunnáttu
  • geta tekið þátt í samræðum um almenn málefni og notað viðeigandi málfar og hljóðfall 
  • búa yfir fjölbreyttum orðaforða daglegs lífs 
  • geta lesið texta á íslensku, sér til fróðleiks og ánægju 
  • hafa skilning á málkerfi og eiginleikum íslensku 
  • gera sér grein fyrir hvernig kunnátta í íslensku er lykill af margvíslegum samskiptum 

Íslenskubraut Kvennaskólans tekur til starfa haustið 2024 og er vinna við ritun námsbrautarinnar í gangi en námsbrautin mun að mestu taka mið af staðfestri námsbrautarlýsingu. 

Deildarstjóri íslenskubrautar er Katarzyna Agnieszka Rabeda, katarzynaar(hjá)kvenno.is. 

Icelandic program for students of international backgrounds

The study program is intended for students of international backgrounds at the age of upper secondary schools (16 to 18 years). The program comprises four semesters and its focus is on Icelandic language skills at the 1. and 2. level (A1-B2 on the Common European Framework of References for Languages, CEFR). The objective is to prepare students to be well equipped to actively participate in Icelandic democratic society. The study program does not provide a formal degree, however by attending it students will increase their possibilities of further studies and jobs in Iceland.

Students whose native language is other than Icelandic have diverse backgrounds when it comes to education, culture, and language. The language skills in their native tongues vary, in terms of literacy and education, hence they are at various levels when learning a new language in a new environment. Furthermore, some students have been living in Iceland for a long time while others have just arrived and therefore their opportunities for becoming familiar with the Icelandic language varies. Consequently, the subject Icelandic as a second language is not simply a traditional language class, it comprises objectives in language skills and cultural education which aim to enhance students’ social wellbeing. The new language is the key to Icelandic society, Icelandic schools, and the Icelandic job market as well as serving as a bridge between diverse cultures.

One of the final goals of the education is to open possibilities for further study at Icelandic upper secondary schools. At the end of the study program students are expected to have reached a level of proficiency to qualify entrance to the Icelandic school system or the job market.

At the end of the program students should have the ability to:

  • listen to spoken Icelandic and comprehend its meaning
  • communicate appropriately on various subjects, both orally and in writing
  • believe in their language abilities
  • engage in conversations about general topics and use appropriate vocabulary and rhythm
  • use diverse vocabulary in their daily lives
  • read texts in Icelandic for information and for pleasure
  • understand the Icelandic linguistic system and its properties
  • be aware how understanding Icelandic is the key to various forms of communications


The study program will commence in Autumn 2024, its organization is in process but will rely on the existing official study program description.

Supervising teacher is Katarzyna Agnieszka Rabeda, email: katarzynaar(at)kvenno.is