Foreldraráð

Við skólann starfar foreldraráð samkvæmt lögum um framhaldsskóla frá 2008. Hlutverk foreldraráðs er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann. Forráðamenn allra nemenda við skólann eiga rétt á aðild að því. Kjósið er í stjórn ráðsins á aðalfundi þess. Foreldraráð tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd. Foreldraráð setur sér starfsreglur.

Starfsreglur
1. grein. Heiti og aðsetur
Félagið heitir Foreldraráð Kvennaskólans í Reykjavík. Aðsetur þess er í Kvennaskólanum í Reykjavík, Fríkirkjuvegi 9.

2. grein. Hlutverk
Hlutverk foreldraráðsins er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann efla samstarf foreldra og forráðamanna nemenda við skólann, sbr. 50. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008.

3. grein. Félagsaðild
Í foreldraráði eru sjálfkrafa allir foreldrar og forráðamenn nemenda skólans, nema þeir skrái sig sérstaklega úr því.

4. grein. Aðalfundur
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum foreldraráðs. Hann skal halda árlega á tímabilinu 1. september til 30. október. Til fundarins skal boðað bréflega eða með tölvupósti með a.m.k. 7 daga fyrirvara með dagskrá. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í atkvæðagreiðslu.

Dagská aðalfundar skal vera:
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar um störf hennar og starfsemi foreldraráðs.
c) Umræður um skýrslu stjórnar.
d) Breytingar á starfsreglum foreldraráðs
e) Stjórnarkjör
f) Önnur mál

5. grein. Stjórn
Stjórn foreldraráðs skipa fimm foreldrar/forráðamenn nemenda auk tveggja varamanna. Stjórn skal kjörin á aðalfundi. Formaður skal kosinn sérstaklega en aðrir stjórnarmenn í einu lagi og skipta þeir með sér verkum. Atkvæðamagn ræður hverjir taka sæti í stjórn og hverjir verða til vara. Stjórnin stýrir foreldraráði í umboði aðalfundar í samræmi við samþykktir ráðsins. Stjórnin skal halda gerðarbók þar sem fundargerðir eru skráðar. Einfaldur meirihluti stjórnarmanna ræður úrslitum í atkvæðagreiðslum innan stjórnar.
Stjórn foreldraráðs tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd og annan til vara.

6. grein. Breytingar á starfsreglum
Starfsreglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. Tillögur að breytingum þurfa að berast stjórn ekki síðar en 14 dögum fyrir auglýstan aðalfund. Breytingartillögur skal kynna um leið og boðað er til aðalfundar.

Foreldraráð skólaárið 2024-2025
Ragnheiður Þengilsdóttir, formaður (ragnheidur@mamori.is)
Ásbjörn Kristinsson - fulltrúi í matsteymi - til vara sem áheyrnarfulltrúi
Áslaug Kristjánsdóttir
Jónína Sigurðardóttir
Klara Geirsdóttir
Vala Steinsdóttir
Valdís María Emilsdóttir

Varamenn:
Birna Ragnheiðardóttir - áheyrnarfulltrúi í skólanefnd - til vara sem fulltrúi í matsteymi skólans