Fyrir starfsmenn
Þegar brunaviðvörunarkerfið fer í gang og það hefur ekki verið stöðvað innan 30 sek. þá eiga allir að rýma húsnæðið.
Ef hljóðgjafar eru stöðvaðir:
- Skólastjórnendur og/eða umsjónarmaður fara að stjórntöflu brunaviðvörunarkerfis við aðalinngang og kanna hvaðan brunaboðið kemur.
- Ef um hættuástand er að ræða eru hljóðgjafar aftur ræstir, samband haft við neyðarlínu í síma 112 og tilkynnt um hættu (Athuga: ELDVARNARKERFI SKÓLANS ER EKKI BEINTENGT VIÐ SLÖKKVILIÐ). Ef um falsboð er að ræða er það tilkynnt til Securitas í síma 533 5533.
- Við seinni gangsetningu á hljóðgjöfum rýma kennarar sína kennslustofu og fara ásamt nemendum út úr húsinu. Ætíð skal velja stystu hindrunarlausu leiðina út úr húsinu. Teikningar af útgönguleiðum eru í öllum rýmum skólans.
- Ef seinni gangsetning á sér stað utan kennslustunda aðstoða allir starfsmenn skólans í því húsi við rýminguna.
- Þegar komið er á söfnunarsvæðið (sjá kort yfir flóttaleiðir í kennslustofum) er mjög mikilvægt að hver bekkur ásamt kennara sínum haldi hópinn.
- Þegar björgunaraðilar koma á staðinn gefa skólastjórnandi/ umsjónarmaður varðstjóra upplýsingar um stöðuna.
- Skólastjórnandi/umsjónarmaður, í samráði við varðstjóra, koma síðan upplýsingum til starfsmanna um næstu skref.
Söfnunarsvæði fyrir Aðalbyggingu er portið við Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1.
Söfnunarsvæði fyrir Miðbæjarskólann er fyrir framan aðalbyggingu, Fríkirkjuvegi 9, og Fríkirkjuveg 11.
Söfnunarsvæði fyrir Uppsali er portið við Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1.
Athugið að brunakerfið er tengt Securitas en ekki slökkvistöð. Komi boð til Securitas hafa þeir samband við umsjónarmann skólans og senda í samráði við hann öryggisvörð á staðinn. Ef ekki næst í umsjónarmann senda þeir strax öryggisvörð.
Fyrir nemendur skólans
Þegar brunaviðvörunarkerfið fer í gang fara nemendur og starfsmenn í viðbragðsstöðu og ef það hefur ekki verið stöðvað innan 30 sek. þá eiga allir að rýma húsnæðið.
Ef hljóðgjafar eru stöðvaðir innan 30 sek:
- Skólastjórnendur og/eða umsjónarmaður kanna hvaðan brunaboðið kemur.
- Ef um hættuástand er að ræða eru hljóðgjafar aftur ræstir.
- Við seinni gangsetningu á hljóðgjöfum rýma allir sína kennslustofu eða rými og fara út úr húsinu. Ætíð skal velja stystu hindrunarlausu leiðina út og fara á viðkomandi söfnunarsvæði. Teikningar af útgönguleiðum eru í öllum rýmum skólans.
- Þegar komið er á söfnunarsvæðið (sjá neðar) er mjög mikilvægt að hver bekkur ásamt kennara sínum haldi hópinn.
- Skólastjórnandi/umsjónarmaður/kennari, koma síðan upplýsingum til nemenda um næstu skref.
Söfnunarsvæði fyrir Aðalbyggingu er portið við Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1.
Söfnunarsvæði fyrir Miðbæjarskólann er fyrir framan aðalbyggingu, Fríkirkjuvegi 9, og Fríkirkjuveg 11.
Söfnunarsvæði fyrir Uppsali er portið við Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1.