- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Hjá nemendum í 1. bekk fer fram miðannarmat en þá skrá kennarar vitnisburð um stöðu þeirra í hverjum áfanga fyrir sig. Tilgangurinn með miðannarmatinu er að gefa nemendum og forráðamönnum tækifæri til að átta sig betur á stöðu sinni í hverjum áfanga fyrir sig.
Miðannarmatið er ekki hefðbundin einkunn eins og tíðkast í annarlok, að undangegnu öllu námsmati áfangans, heldur vísbending um stöðu mála eins og kennarar meta hana á þeim tímapunkti.
Vitnisburður í miðannarmatinu er skráður í bókstöðum:
G |
Gott: Nemendur eru hvattir til að halda áfram á sömu braut og gefa hvergi eftir |
V |
Viðunandi: Nemendur eru hvattir til að slá ekki slöku vil og stefna að því að bæta árangurinn enn frekar |
O |
Óviðunandi: Nemendur eru hvattir ti að taka sig verulega á og leita aðstoðar hjá náms- og starfsráðgjöfum til þess að skipuleggja námið í áfanganum. |
Miðannarmatið er skráð í Innu. Til að sjá matið þarf nemandi að fara í flipann „Námið“ og velja „Einkunnir“, sjá mynd:
Síðast uppfært 24.06.2021