- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Tölvu- og tækniaðstoð fyrir nemendur sjá hér
Allir nemendur fá tölvupóstfang (@kvenno.is) og hafa aðgang að tölvukerfi skólans með notendanafni. Nemendur með fartölvur/spjaldtölvur eða snjallsíma fá aðgang að þráðlausu neti skólans.
Nemendur fá aðgang að Office365 þar sem hægt er að nálgast Office pakkann án endurgjalds meðan að nemendur eru í námi. Office pakkinn inniheldur m.a. eftirfarandi forrit: Outlook, OneDrive, Word, Excel, PowerPoint og Teams. Aðgangur að Office365 er kvennónetfangið (notendanafnið) og lykilorð.
Lykilorð í Office:
Fara inn á vefsíðuna: https://lykilord.menntasky.is
Nemendur sem eru ekki með rafræn skilríki geta farið á skrifstofu skólans og látið útbúa lykilorð.
Að ná í Office pakkann:
Hér er hlekkur á kennslumyndbönd: „Microsoft 365 Training"
Reglur um notkun á tölvubúnaði: Tölvukerfi skólans er ætlað til námsins, það er ekki hugsað sem leiktæki eða til að hlaða niður tónlist, myndböndum eða öðru ónámstengdu efni. Ef nemandi er uppvís að slíku er send aðvörun og ef ekki er breytt til betri vegar þá er málinu vísað til stjórnenda.