- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Nýnemar á 1. ári fá skipulagða nýnemafræðslu í áfanganum NÝNE1NÝ01.
Í nýnemafræðslunni er lögð áhersla á að nemendur aðlagist vel nýju skólastigi og skólaumhverfi, læri aðferðir til að skipuleggja tíma og nám, leiðir til að takast á við álag og kynnist forvarnarstarfi og á stoðþjónustu skólans.
Náms- og starfsráðgjafi sér um nýnemafræðsluna sem er ein kennslustund á viku á haustönn.
Nemendur á 3. ári fá skipulagða aðstoð til að skoða hvað þau vilja gera að loknu stúdentsprófi í áfanganum NÁMS1NS02.
Í áfanganum eru kenndar leiðir til að efla sjálfsþekkingu og verða meðvitaðri um styrkleika sína, áhugasvið og hamingju. Áhersla er lögð á að aðstoða nemendur við að leita upplýsinga um nám og störf sem vekja áhuga þeirra. Þá fá nemendur einnig fræðslu um vinnuumhverfi, réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Náms- og starfsráðgjafi sér um áfangann sem er ein kennslustund á viku auk heimsókna í skóla sem bjóða nám að loknu stúdentsprófi.