Starfsbraut

Starfsbrautin er fjögurra ára nám að loknum grunnskóla og í samræmi við starfsár framhaldsskólans. Kennsla hefst um miðjan ágúst og lýkur um miðjan maí. Nám á starfsbraut er ætlað nemendum sem þurfa sérhæft einstaklingsmiðað nám er mætir færni þeirra.

Á brautinni fá nemendur tækifæri til að stunda nám við hæfi og viðhalda og auka þekkingu sína og færni til frekara náms. Nám og kennsla eru skipulögð með tilliti til þess nemendahóps sem innritast á brautina á hverjum tíma. Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti sem eru sniðnir að þörfum og getu nemenda. Námið er einstaklingsmiðað og geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu.

Á starfsbrautinni er unnið er út frá styrkleikum hvers og eins og áhersla er á að efla sjálfsmynd nemenda, auka félagsleg samskipti og undirbúa þá undir áframhaldandi nám við hæfi og/eða þátttöku á vinnumarkaði. Að námi loknu eiga nemendur að hafa fengið almennan undirbúning fyrir lífið og í grunnþáttum menntunar. Námið er á fyrsta þrepi, þ.e. almenn og hagnýt þekking sem miðast við stöðu hvers og eins. Möguleiki er á að nemendur taki áfanga á öðrum námsþrepum og námsbrautum, uppfylli þeir skilyrði þar um.

Kennsluhættir brautarinnar eru eftir hugmyndafræði leiðsagnarnáms þar sem áherslan er að valdefla nemendur, svo þeir verði færir um að taka ábyrgð á eigin námi. 

Til að hámarka námsárangur nemenda skiptir miklu máli að nemendur séu með rafræn skilríki til að komast inn á námskerfi skólans, sem og hafi aðgang að tölvu. 

Deildarstjóri starfsbrautar er Elísa Davíðsdóttir, elisad(hjá)kvenno.is

Námsbrautarlýsing - kjarnaáfangar 

Námsgrein Áfangar Einingar
Íslenska 

ÍSLE1SA04: Málfræði, lestur og lesskilningur
ÍSLE1SB04: Þjóðsögur og ævintýri 
Goðafræði (ÍSLE1SC04)
Brennu-Njáls saga (ÍSLE1SD04)
Íslensk dægurmenning (ÍSLE1SE04)
Bókmenntir (ÍSLE1SF04)
ÍSLE1SG04: Smásögur 
28
Enska  ENSK1SA04: Enska grunnur 
ENSK1SB04: Kvikmyndir og bókmenntir
ENSK1SC04: Land og saga
Áhugamál og tómstundir (ENSK1SD04)
Matur og matarmenning (ENSK1SE04)
Líkami, skynfæri (ENSK1SF04)
Bókmenntir og sagnahefðir (ENSK1SG04)
28
Stærðfræði  STÆR1SA04: Almennar reikniaðgerðir
STÆR1SB04: Stæður og jöfnur (STÆR1SB04)
STÆR1SC04: Almenn brot og tugabrot
Prósentur (STÆR1SD04)
Rúmfræði og mælieiningar (STÆR1SE04)
Tölfræði (STÆR1SF04)
Fjármálalæsi (STÆR1SG04)
28
Nýnemafræðsla NÝNE1SB01: Nýnemafræðsla (NÝNE1SB01) 1
Lífsleikni  LÍFS1TÓ04: Tómstundir fyrr og nú
LÍFS1MS04: Málefni líðandi stundar 
Valdefling (LÍFS1VE04)
Kynjafræði (LÍFS1KY04)
Kynfræðsla (LÍFS1KF04)
Jákvæð sjálfsmynd og samskiptahæfni (LÍFS1SJ04)
LÍFS1HL04: Heilbrigður lífsstíll
Umhverfisfræðsla (LÍFS1UV04)
32
Íþróttir  1 eining á önn (ÍÞRÓ) 8
Starfsnám Fjölbreytni starfa og menntun (STARF1SA04)
Jafnrétti á vinnumarkaði (STARF1SB04)
Kjaramál (STARF1SC04)
Öryggismál og atvinnuleit (STARF1SD04)
16

 

Valáfangar

Námsgrein Einingar  Áfangar í boði 
Íslenska 10  Ævintýrabókmenntir (5 ein)
 Lesskilningur og ritun (5 ein) 
Danska 9  Inngangur að dönsku (4 ein)
 Danska grunnáfangi (5 ein)
Enska 5  Enska grunnáfangi (5 ein)
Félagsfræði 5  Inngangur að félagsfræði (5 ein)
Handavinna 12  Handavinna 1 (2 ein)
 Handavinna 2 (4 ein)
 Handavinna 3 (4 ein)
 Handavinna 4 (4 ein)
Heimilisfræði 6  Gerbakstur (2 ein)
 Heimilismatur (2 ein)
 Hnallþórur (2 ein)
Heimspeki 4  Inngangur að heimspeki (4 ein)
Kvikmyndafræði 8  Kvikmyndir og samfélag (4 ein)
 Sagan í kvikmyndum (4 ein)
Líffræði 4  Mannslíkaminn (4 ein)
Næringarfræði 4  Næringarfræði (4 ein)
Náttúrufræði  4  Náttúrufræði (4 ein)
Samfélagsfræði 16  SAMF1SA04: Styrjaldir og kreppa 
 SAMF1SB04: Frelsi og vegferð 
 Íslandssaga (4 ein)
 Listasaga (4 ein)
Stærðfræði 5  Stærðfræði grunnáfangi (5 ein)

Að loknu námi

Námslok starfsbrautar miðast við fjögurra ára nám á hæfniþrepi eitt. Námið felur fyrst og fremst í sér almenna menntun, þar sem lögð er áhersla á alhliða þroska nemenda og lýðræðislega virkni. 

Nám á starfsbraut er einstaklingsmiðað og því er gert ráð fyrir að aðlaga þurfi áherslur í námi og bregða út af fyrirfram gegnum ramma til að koma til móts við einstaklingsmarkmið. 

Starfsbraut Kvennaskólans tók til starfa haustið 2023 og er vinna við ritun námsbrautarinnar í gangi.
Hér má sjá kynningarglærur frá opna húsinu þann 9. febrúar 2024.