- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Viðbragðsáætlun Kvennaskólans í Reykjavík vegna eineltis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldis (EKKO)
Stefnuyfirlýsing
Einelti, áreitni og ofbeldi er ekki liðið undir nokkrum kringumstæðum og ber að sporna við því með fyrirbyggjandi aðgerðum og bregðast við því þegar það kemur upp. Öll innan skólans, bæði starfsfólk og nemendur, hafa þar hlutverki að gegna og er áhersla lögð á gagnkvæma virðingu í samskiptum. Markmið þessarar viðbragðsáætlunar er að tryggja að úrræði séu til staðar. Taka ber allar tilkynningar alvarlega og bregðast skal skjótt við.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn einelti, áreitni og ofbeldi skulu felast í reglulegri fræðslu, bæði fyrir nemendur og starfsfólk, t.d. með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa. Viðbragðsáætlun skal kynnt nemendum og starfsfólki árlega með áminningu í tölvupósti frá skólanum. Einnig eru gerðar reglulegar úttektir á líðan nemenda í skólanum. Frekari upplýsingar og verklagsreglur fyrir starfsfólk eru aðgengilegar á starfsmannavef skólans.
Skilgreining á einelti
Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.
Einelti getur verið líkamlegt og/eða andlegt og getur jafnt birst í gegnum bein samskipti og í gegnum samfélagsmiðla.
Einelti getur m.a. birst í eftirfarandi (listinn er ekki tæmandi):
Ferli eineltismála
Einstaklingur sem verður var við einelti, skal tilkynna það beint til náms- og starfsráðgjafa eða umsjónarkennara sem tekur þá ákvörðun um hvort málið þurfi að fara til stjórnenda og/eða EKKO-teymis. Einnig er hægt að tilkynna í gegnum hnapp á heimasíðunni. Tilkynning um slíkt skal skrásetja.
Nemendur
Í framhaldi af tilkynningu fer eftirfarandi ferli í gang:
Starfsfólk
Ef upp kemur grunur um að starfsmaður sé lagður í einelti skal tilkynna það til skólastjórnenda og/eða trúnaðarmanns. Í framhaldi af tilkynningu fer eftirfarandi ferli í gang:
Skilgreiningar á áreitni og ofbeldi
Kynbundin áreitni
Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.
Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynferðisleg áreitni.
Kynferðisleg áreitni
Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.
Ofbeldi
Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáningar þess sem fyrir henni verður. Einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis.
Kynbundið ofbeldi
Ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáningar þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi sbr. XXII. kafla almennra hegningarlaga.
Ferli mála
Nemendur undir 18 ára aldri
Einstaklingur sem verður var við áreitni eða ofbeldi ber lagaleg skylda til þess að tilkynna það til viðeigandi yfirvalda. Eftirfarandi klausa um tilkynningarskyldu þeirra sem afskipti hafa af börnum er úr Barnaverndarlögum nr. 80/2002 17. gr.
„Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart. Sérstaklega er leikskólastjórum, leikskólakennurum, dagmæðrum, skólastjórum, kennurum, prestum, læknum, tannlæknum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, þroskaþjálfum og þeim sem hafa með höndum félagslega þjónustu eða ráðgjöf skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna eftir því sem við verður komið og gera barnaverndarnefnd viðvart ef ætla má að aðstæður barns séu með þeim hætti sem lýst er í 1. mgr. Tilkynningarskylda samkvæmt þessari grein gengur framar ákvæðum laga eða siðareglum um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta.“
Gert er ráð fyrir að starfsmenn framhaldsskóla meti hvort tilkynna eigi um mál til barnaverndarnefndar þar sem barnið býr. Tilkynna skal um grun, ekki aðeins staðfestar sannanir. Það er síðan barnaverndarnefnd og/eða starfsmenn hennar sem meta hvort grunur sé nægilega rökstuddur og taka ákvörðun um frekari könnun í framhaldi af því.
Gert er ráð fyrir að tilkynnt sé í nafni stofnunarinnar og að tilkynningin sé á ábyrgð hennar en ekki einstakra starfsmanna. Stofnunin nýtur ekki nafnleyndar sbr. 19. gr. barnaverndarlaganna. Tilkynna skal til barnaverndarnefndar þar sem barn býr. Einnig er hægt að ná sambandi við barnaverndarnefnd gegnum síma 112. Þrátt fyrir að verklag skólans geri ráð fyrir ákveðnu ferli innan stofnunar getur einstakur starfsmaður einnig tilkynnt til barnaverndarnefndar. Tilkynningin er þá frá viðkomandi starfsmanni sem nýtur ekki nafnleyndar.
Ef um er að ræða grun um ofbeldi, kynferðislegt eða líkamlegt, er mikilvægt að ræða ekki við barnið um það heldur hafa strax samband við barnaverndarnefnd. Það er síðan hlutverk barnaverndarstarfsmanna að kanna málið og ræða við barnið eftir þeim reglum sem um það gilda.
Að jafnaði skal láta foreldra/forráðamenn vita af tilkynningunni og gera þeim grein fyrir að starfsmenn skóla séu að fylgja lagaskyldu um að tilkynna grun um ofbeldi til barnaverndarnefndar.
Nemendur 18 ára og eldri
Einstaklingur sem verður var við áreitni eða ofbeldi er hvattur til þess að tilkynna það til umsjónarkennara, náms- og starfsráðgjafa eða skólastjórnenda eftir því sem viðkomandi telur best.
Í framhaldi af tilkynningu um grun um brot af ofangreindu tagi fer eftirfarandi ferli í gang:
Starfsfólk
Ef upp kemur grunur um áreitni eða ofbeldi meðal starfsfólks skal tilkynna það til skólastjórnenda og/eða trúnaðarmanns. Í framhaldi af tilkynningu um grun um brot fer eftirfarandi ferli í gang:
Ef grunur er um eða vissa er til staðar um eftirfarandi í skólasamfélaginu skal það tilkynnt til lögreglu:
Kynferðislegt ofbeldi og/eða líkamsárás þar sem þolandi verður fyrir alvarlegum meiðslum eða með hættulegri aðferð. Alvarleg meiðsli teljast t.d. beinbrot, tannáverkar, höfuðmeiðsli og augnáverkar. Hættuleg aðferð telst t.d. þrenging að öndunarvegi, spark í höfuð eða beiting/ógn með vopni.
(Síðast breytt í september 2024)
EKKO-teymi Kvennaskólans:
Hildigunnur Gunnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi
Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari
Þórður Kristinsson kennari og jafnréttisfulltrúi skólans
Hér gefst kostur á að koma tilkynningu til skólans um einelti, ofbeldi, kynferðislega áreitni eða kynbundið áreiti sem hugsanlega viðgengst í skólanum.
Gagnlegar upplýsingar:
Einelti á vinnustað (fræðsluefni og upplýsingar um feril mála). Tekið af heimasíðu KÍ.
Vinnueftirlitið (bæklingur): Einelti og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum. Forvarnir og viðbrögð
Kvörtun um einelti/samskiptavanda á vinnustað (Vinnueftirlitið)