Skólaráð

Skólameistari er oddviti skólaráðs sem auk hans er skipað aðstoðarskólameistara, tveimur fulltrúum kennara og tveimur nemendum.

Skólaráð er skólameistara til aðstoðar og ráðgjafar um stjórn skólans. Það fjallar um starfsáætlun skólans og framkvæmd hennar, skólareglur, umgengnishætti í skólanum og vinnu- og félagsaðstöðu nemenda. Einnig veitir skólaráð umsögn um erindi frá skólanefnd, almennum kennarafundum, nemendaráði, einstaklingum, skólameistara og menntamálaráðuneytinu sé þess óskað. Auk þess fjallar það í trúnaði um mál sem upp kunna að koma og varða einstaka nemendur og kennara.

Skólaráð fundar reglulega á starfstíma skólans.