Félagsvísindabraut

Á félagsvísindabraut er lögð áhersla á gott almennt nám og þó einkum góða þekkingu á sviði félagsvísinda.
Brautin býr nemendur undir frekara nám í félags- og hugvísindum. 
Nemendur brautarinnar velja sér tvær félagsvísindagreinar af fjórum sem þeir kjósa til frekari sérhæfingar.

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að:

  • gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni
  • taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
  • efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína
  • beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám
  • nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
  • leita fullnægjandi raka fyrir skoðunum sínum og annarra
  • afla sér upplýsinga, meta þær, vinna úr þeim og túlka þær
  • beita fræðilegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna
  • lesa úr rannsóknarniðurstöðum og greina þær
  • nýta sér góða almenna þekkingu á sviði samfélagsgreina
  • greina einkenni og þróun samfélaga og gera sér grein fyrir mótunaröflum einstaklinga og hópa
  • átta sig á meginstraumum menningar, trúar, uppeldis, stjórnmála og hagþróunar í fortíð og nútíð
  • rökræða samfélagsleg efni
  • takast á við frekara nám, einkum í félags- og hugvísindum

námsbrautarlýsing: Nemendur innritaðir í 1. bekk frá haustönn 2023

Námsbrautarlýsing: Nemendur innritaðir í 1. bekk frá 2009         

Áfangalýsingar sjá hér