Náms- og starfsráðgjöf

Í Kvennaskólanum starfa tveir náms- og starfsráðgjafar og er hlutverk þeirra að veita nemendum aðstoð sem tengist námi þeirra, náms- og starfsvali og persónulegum málum. 

 

 

Nemendur skólans og forráðamenn þeirra, geta pantað viðtalstíma á Innu en öðrum er bent á að senda náms- og starfsráðgjöfum skólans tölvupóst.
Viðtalsherbergi náms- og starfsráðgjafa eru á 2. hæð í Miðbæjarskólanum, gengið inn ganginn beint á móti stofu M22.

Ekki hika við að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa skólans til að fá stuðning við nám og líðan. 

Náms- og starfsráðgjafar skólans eru einnig tengiliðir farsældarþjónustu. 

Náms- og starfsráðgjöf Kvennaskólans á Facebook
Náms- og starfsráðgjöf Kvennaskólans á Instagram