- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Menntamálaráðherra skipar skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja fimm einstaklingar. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningu sveitarstjórnar og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnefndur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði skólans. Áheyrnarfulltrúar skulu tilnefndir til eins árs í senn.
Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar. Hlutverk skólanefndar er meðal annars að marka áherslur í skólastarfinu og vera skólameistara til ráðgjafar í margvíslegum málum. Skólanefnd fundar eftir þörfum, að jafnaði tvisvar á önn á starfstíma skólans.
Skólanefnd 2021 - 2025:
Pétur Hjörvar Þorkelsson, skipaður af mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Sylvía B. Gústafsdóttir, skipuð af mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Stefán Hilmarsson formaður, skipaður af mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Diljá Ámundadóttir Zoëga, skipuð af Reykjavíkurborg
Örn Þórðarson, skipaður af Reykjavíkurborg
Varamenn:
Brynja Björk Magnúsdóttir
Stefán Pálsson
Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir
Áheyrnarfulltrúar í skólanefnd sem kosnir eru í upphafi hvers skólaárs:
Valgerður S. Kristjánsdóttir, áheyrnarfullrúi kennara
Logi Hjörvarsson, áheyrnarfulltrúi nemenda
Birna Ragnheiðardóttir Imsland, áheyrnarfulltrúi foreldra
Varamenn:
Kári Árnason, áheyrnarfulltrúi kennara
Ásbjörn Kristinsson, áheyrnarfulltrúi foreldra