Umsjónarkennarar

Allir bekkir hafa sinn umsjónarkennara, sjá hér
Markmið umsjónarinnar er að styðja við bakið á nemendum og tryggja sem best velferð þeirra í skólanum, 
Umsjónarkennarar veita nemendum sínum ráðgjöf er lýtur að námi og ástundum og eru jafnframt tengiliðir skólans við heimili þegar samskipta við það er þörf. 

Nemendur í 1. bekk hafa einn tíma í stundatöflu fyrir umsjón sem lítur út eins og hver önnur kennslustund. 

Helstu verkefni umsjónarkennara í 1. og 2. bekk: 

  • Tekur þátt í móttöku nýrra nemenda á fyrsta skóladegi og kynnir fyrir þeim skólann og skólastarfið. 
  • Fylgist með ástundun og námsárangri umsjónarnemenda sinna og kemur athugasemdum á framfæri við nemendur, forráðamenn og námstjóra ef þessir þættir eru ekki sem skyldi.
  • Boðar umsjónarnemendur í einstaklingsviðtal um miðja önn.
  • Kynnir skólareglur fyrir umsjónarnemendum.
  • Sér um tengsl milli heimilis og skóla og er einn af þeim aðilum innan skólans sem forráðamenn geta leitað til eftir upplýsingum.
  • Tekur þátt í kynningarfundi í byrjun haustannar sem forráðamönum nýnema er boðið á. 
  • Kemur ábendingum um námsvanda á framfæri við náms- og starfsráðgjafa. 
  • Miðlar upplýsingum til umsjónarnemenda og til stjórnenda um umsjónarnemendur ef þörf krefur. 
  • Stuðlar að góðum bekkjaranda í umsjónarhópnum. 

Helstu verkefni umsjónarkennara 3. bekkjar:

  • Fylgist með ástundun og námsárangri umsjónarnemenda sinna og kemur athugasemdum á framfæri við nemendur og námstjóra ef þessir þættir eru ekki sem skyldi. 
  • Er umsjónarnemendum sínum til ráðuneytis um mál er varða skólavist þeirra. 
  • Kemur ábendingum um námsvanda á framfæri við náms- og starfsráðgjafa. 
  • Miðlar upplýsingum til umsjónarnemenda og til stjórnenda um umsjónarnemendur ef þörf krefur. 
  • Stuðlar að góðum bekkjaranda í umsjónarhópnum.