Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: SAGA2MN05
Áfanginn fjallar fyrst og fremst um átakasvæði heimsins í dag einkum þau sem eru nær daglega í fréttum og umræðu en einnig þau sem hafa verið fyrirferðarmikil í umfjöllun síðustu áratugi. Sem dæmi um efni má nefna: Kína: Tíbet og Xinjiang, Kashmír, Afganistan og Pakistan, Ísrael/Palestína, Íran og Írak, Afríka: Kongó, Sómalía, Súdan og Rúanda, Evrópa: Norður-Írland, fyrrum Júgóslavía og Tjetsenía
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hvar viðkomandi átakasvæði eru
- hver er sögulegur bakgrunnur átakanna
- hvaða öfl eru að verki og hvaðan þau sækja stuðning og fjármagn
- hvaða möguleikar eru á lausn á viðkomandi átökum
- hvort Ísland tengist eða hafi tengst viðkomandi átökum á einhvern hátt
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa fræðilega texta á íslensku og ensku og e.t.v. fleiri tungumálum og túlka merkingu þeirra
- nýta internetið til að afla sér þekkingar á átökum dagsins
- meta gildi ólíkra heimilda t.d. frá aðilum átaka, alþjóðastofnunum, fréttaveitum o.fl.
- taka saman mislangar og/eða –ítarlegar úttektir um átök eða þætti þeirra á góðri íslensku
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- gera sér grein fyrir afleiðingum átakanna fyrir fólkið sem býr á svæðinu
- átta sig á áhrifum átakanna á alþjóðastjórnmál og samskipti ríkja
- koma þekkingu sinni og skilningi á efninu á framfæri með fjölbreyttum hætti
- geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um efni áfangans
- geta metið alþjóðleg átök út frá eigin forsendum og skilningi
Nánari upplýsingar á námskrá.is