Einingafjöldi: 1
Þrep: 2
Forkröfur: ÍÞRÓ2LD01
Í áfanganum er lögð áhersla á sem flesta þætti tengda almennri líkams- og heilsurækt og skipulagi þjálfunar. Nemendur eru fræddir á markvissan hátt um líkams- og heilsuvernd til að rækta líkama sinn sér til heilsubótar og ánægju til æviloka. Nemendur útbúa eigin þjálfunaráætlun auk þess sem fjallað er um líkamleg og sálræn áhrif reglubundinnar hreyfingar. Farið er yfir helstu líffræðilegar forsendur þjálfunar svo sem starfsemi vöðva, liða, tauga og blóðrásar. Fjallað er um gildi reglulegrar og skipulagðrar líkams- og heilsuræktar og nemendum gerð grein fyrir mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin heilsu og líkama. Nemendur fá fræðslu um gildi þess að lifa heilbrigðu lífi og fá að kynnast fjölbreyttum möguleikum umhverfisins til líkams- og heilsuræktar. Nemendur geta valið um eftirfarandi leiðir: 1) Hefðbundin líkams- og heilsurækt (kennsla í íþróttahúsi Miðbæjarskólans og nágrenni). 2) Skipulögð íþróttaiðkun innan íþróttafélags (stunda íþróttagrein innan sérsambanda ÍSÍ, keppni á Íslandsmóti og æfa undir leiðsögn íþróttafræðings) 3) Útivist í nánasta umhverfi: Gengið um Reykjavík og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, nemendur þurfa að mæta á brottfarastað og sjá um kostnað af ferðum og búnaði.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- forsendum og áhrifum þjálfunar á líkama og heilsu
- uppbyggingu þjálfunaráætlunar
- markmiðssetningu
- forvarnargildi almennrar heilsuræktar
- mikilvægi svefns og hvíldar
- mikilvægi slökunar
- mikilvægi andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar vellíðunar
- klæðnaði til útivistar af ýmsu tagi
- æfingum sem bæta líkamsstöðu og vinnutækni
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- stunda líkams- og heilsurækt
- gera styrkjandi og mótandi æfingar fyrir helstu vöðva og liðamót líkamans
- æfa slökun
- æfa líkamsbeitingu og vinnutækni
- nýta sér möguleika til að flétta hreyfingu inn í daglegt líf og starf
- nýta sér möguleika til heilsuræktar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- leysa af hendi verkefni sem snúa að skipulagningu eigin þjálfunar
- leysa af hendi æfingar og leiki sem viðhalda og bæta samskipti
- taka þátt í leikjum og æfingum sem hafa áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til íþrótta, líkams- og heilsuræktar
- greina frá afstöðu sinni til heilbrigðs lífsstíls
- glíma við fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða hreyfingu, líkams- og heilsurækt
- leysa af hendi verkefni, æfingar og leiki sem viðhalda og bæta almenna líkamshreysti
- taka þátt í íþróttum og útivist þar sem krafist er sérstaks útbúnaðar, t.d. gönguferðum, skíðaferðum, hjólreiðum og fl.
Nánari upplýsingar á námskrá.is