Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir námskröfum skólans og aðlagist vel nýju skólastigi og skólaumhverfi. Farið er í skipulagningu á tíma og námi og kynntar eru árangursríkar námsaðferðir. Nemendur læra aðferðir til að takast á við streitu og kvíða. Einnig fá nemendur fræðslu í samræmi við forvarnaráætlun skólans.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- námskröfum skólans
- aðferðum til að skipuleggja tíma og nám
- árangursríkum námsaðferðum
- leiðum til að takast á við álag í námi s.s. streitu og kvíða
- forvarnarstarfi
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nýta tíma sinn vel og nota námsaðferðir sem skila árangri
- setja sér markmið sem námsmaður og einstaklingur
- þekkja skólaumhverfið og helstu starfsemi skólans
- draga úr áhrifum streitu
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- nota skipulögð vinnubrögð í námi
- takast á við álag í námi
- efla styrkleika sína og vinna að því að þeir nýtist sem best.
Nánari upplýsingar á námskrá.is