TÁKN1TÁ05 - Táknmál

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í áfanganum er kennd undirstaða íslenska táknmálsins. Nemendur vinna í hópum og fá ýmis verkefni sem byggjast upp á samskiptum. Nemendur læra einnig málfræði táknmálsins sem er kennd með fyrirlestrum og verkefnavinnu. Nemendur skila fimm verkefnum á önninni.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • því hvað íslenskt táknmál er
  • málfræði íslenska táknmálsins
  • helstu samskiptareglum á táknmáli
  • sögu og menningu heyrnarlausra og táknmálsins

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • tjá sig táknmáli
  • skilja og taka þátt í einföldum samræðum
  • nota helstu reglur í málfræði táknmálsins

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tjá sig við döff
  • nota grunnmálfræði táknmáls
Nánari upplýsingar á námskrá.is