Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Líff1GF04 eða Líff2GR05. Má taka áfangann samhliða undanförunum.
Í þessum valáfanga í örverufræði verður farið yfir stöðu örverufræðinnar innan náttúrufræðinnar; gerð og flokkun dreifkjörnunga og frumvera; lífsstarfsemi örvera, s.s. efnaskipti, æxlun og fjölgun, dreifingu; mikilvægi örvera í náttúrulegum vistkerfum; not fyrir örverur í iðnaði; skemmdir og sjúkdómar af völdum örvera og varnir gegn þeim; helstu flokkar baktería verða kynntir; frumatriði í veirufræði, s.s. staða veira í lífheiminum, gerð, fjölgun, áhrif veira á hýsla, veirusjúkdómar og varnir gegn þeim; flokkun sveppa og staða frumdýra í lífheiminum.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- einkennum og byggingu dreifkjörnunga og frumvera
- grunnatriðum í flokkunarfræði örvera
- notkun örvera í rannsóknum, lyfjaframleiðslu og iðnaði
- smitleiðum og sjúkdómum af völdum örvera
- helstu aðferðum við sjúkdómavarnir og sótthreinsun
- stöðu veira í lífheiminum og samskiptum þeirra við hýsla
- helstu aðferðum við einangrun, ræktun og greiningu örvera
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina helstu tegundir örvera á grundvelli einkenna þeirra
- flokka örverur á grundvelli einkenna þeirra og niðurstaðna greiningarprófa
- teikna einfalda skýringarmynd af dreifkjörnungi og merkt helstu frumulíffæri
- taka örverusýni og búa þau til ræktunar
- vinna með örverur á öruggan hátt
- skrá niðurstöður athugana og setja fram í skýrslum
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- auka skilning á almennri umfjöllun á sviði örverufræði
- taka rökstudda afstöðu til dægurmála sem tengjast örverum
- taka ábyrgð á eigin lífi m.t.t. sýkingarhættu og sjúkdóma af völdum örvera
- afla sér frekari þekkingar á sviði örverufræði
- gera sér grein fyrir samspili örverufræði og annarra náttúrufræðigreina
- tengja örverufræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar.
Nánari upplýsingar á námskrá.is