ÞÝÐI3ÍE05 - Þýðingar - Íslenska og enska

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Ísle2MN05 og Ensk2UK05
Í áfanganum munu nemendur kynna sér einkenni mismunandi ritverka, sagna, ljóða, greina o.fl. á íslensku og ensku. Horft verður til ólíkra einkenna sams konar texta á málunum. Skoðað verður hvaða vandamál þarf að leysa við þýðingar texta og æfa sig í þýðingum milli ensku og íslensku. Notaðir verða fjölbreyttir textar, allt frá fræðimáli til talmáls. Komið verður inn á þætti eins og menningarmun, málvenjur og málsnið og nemendur kynna sér hvað er ólíkt í málkerfum málanna og hvernig koma megi í veg fyrir að þýðing beri of mikinn keim af upprunamálinu. Einnig verður fjallað um ólík málsnið og hvernig bera megi þau saman milli tungumálanna.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • einkennum mismunandi ritsmíða á hvoru máli fyrir sig
  • kerfismun tungumálanna
  • þeim vandkvæðum sem það er bundið að færa texta af einu tungumáli yfir á annað
  • ólíkum þjóðfélagsháttum sem hafa áhrif á málnotkun
  • áhrifum menningarmunar á framsetningu texta milli málsvæða
  • þeim vinnubrögðum og vinnuskipulagi sem gagnast best við þýðingarvinnu

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • þýða texta af íslensku yfir á ensku og öfugt
  • undirbúa og skipuleggja þýðingarvinnu
  • greina þau vandamál og álitaefni sem upp kunna að koma við þýðingu texta
  • nýta sér þau verkfæri og aðferðir sem gagnast við þýðingar
  • greina menningarleg sérkenni texta og hvernig hægt sé að færa þau milli tungumála
  • greina ólík málsnið og stíl í hvoru máli fyrir sig

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • þýða margs konar texta milli málanna
  • koma ólíkum blæbrigðum, hughrifum og menningarmun til skila í þýðingu
  • velja þýðingu málsnið við hæfi
  • leggja mat á gæði þýðinga og trúverðugleika þeirra.
Nánari upplýsingar á námskrá.is