Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: ÞÝSK1ÞB05
Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Textar verða smám saman lengri og þyngri. Orðaforði eykst og lokið verður við umfjöllun um öll helstu grundvallaratriði málfræðinnar. Nemendur vinna með grunnkennslubækur en einnig annars konar efni, s.s. kvikmynd og aukatexta. Sérstök áhersla er lögð á menningu og staðhætti þýskumælandi landa þar sem nemendur velja sér ákveðin umfjöllunarefni og kynna fyrir samnemendum. Auknar kröfur eru gerðar um sjálfstæð vinnubrögð, t.d. við lestur, notkun orðabóka og netsins.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
- notkun tungumálsins til að mæta markmiðum áfangans bæði munnlega og skriflega
- ólíkum textagerðum og mismuninum á töluðu og rituðu máli
- grundvallarþáttum málkerfisins
- mannlífi, menningu og siðum í löndum þar sem þýska er töluð sem móðurmál og þekki helstu samskiptavenjur
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja talað mál um kunnugleg efni, fylgja almennum munnlegum fyrirmælum og greina helstu aðalatriði í kvikmyndum þegar fjallað er um afmörkuð efni
- lesa margs konar gerðir texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
- afla sér einfaldra hagnýtra upplýsinga og taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir með því að beita kurteisis- og málvenjum við hæfi
- segja frá á skýran hátt, í nútíð og liðinni tíð, og halda stutta kynningu á undirbúnu efni með því að beita orðaforða, setningagerð og framburði á sem réttastan hátt
- skrifa styttri samfelldan texta um efni sem hann þekkir, draga ályktanir og tjá eigin skoðanir
- nota upplýsingatækni og hjálpargögn, svo sem orðabækur, við ritun texta
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- fjalla á tiltölulega einfaldan hátt, munnlega og skriflega, um efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á sem og eigin skoðanir og persónulega reynslu
- bjarga sér á þýsku við ýmsar aðstæður í almennum samskiptum
- tileinka sér aðalatriðin í frásögnum og mismunandi tegundum texta og geta dregið ályktanir ef efnið er kunnuglegt
- geta metið eigið vinnuframlag og annarra
- tileinka sér jákvætt viðhorf til þýskunámsins og hafa trú á eigin kunnáttu í faginu.
Nánari upplýsingar á námskrá.is