Einingafjöldi: 1
Þrep: 2
Forkröfur: ÍÞRÓ2LC01
Í áfanganum er lögð áhersla á sem flesta þætti í heildrænni líkams- og heilsurækt. Nemendur eru fræddir á markvissan hátt um líkams- og heilsuvernd til að rækta líkama sinn sér til heilsubótar og ánægju til æviloka. Nemendur útbúa eigin þjálfunaráætlun auk þess sem fjallað er um líkamleg og sálræn áhrif reglubundinnar hreyfingar. Farið er yfir helstu líffræðilegar forsendur þjálfunar svo sem starfsemi vöðva, liða, tauga og blóðrásar. Nemendur fá fræðslu um gildi þess að lifa heilbrigðu lífi og fá að kynnast fjölbreyttum möguleikum umhverfisins til íþrótta, líkams- og heilsuræktar. Lögð er áhersla á mikilvægi svefns og slökunar í nútíma þjóðfélagi ásamt upplýsingalæsi. Verkefnavinna byggist á að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin heilsu og líkama.
Nemendur geta valið um eftirfarandi leiðir:
1) Hefðbundnar íþróttir, líkams- og heilsurækt (kennsla í íþróttahúsi og kennslustofum Miðbæjarskólans og utandyra).
2) Skipulagða íþróttaiðkun innan íþróttafélags ásamt bóklegri kennslu (stunda íþróttagrein innan sérsambanda ÍSÍ, keppni á Íslandsmóti og æfa undir leiðsögn íþróttafræðings).
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mikilvægi samhæfingar og tækni
- mikilvægi slökunar
- góðri líkamsbeitingu og -stöðu
- helstu flokkum næringarefna og viðeigandi orkuneyslu
- fjölbreyttum leiðum til að nýta líkams- og heilsurækt í daglegu lífi
- möguleikum í umhverfi og náttúru til líkams- og heilsuræktar
- neikvæðum áhrifum áfengis-, tóbaks- og lyfjaneyslu á líkamann og heilsu
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- stunda líkams- og heilsurækt
- þjálfa samhæfingu og tækni á markvissan og fjölbreyttan hátt
- stuðla að tillitssemi og hvatningu
- nota fjölbreyttar aðferðir til að mæla líkamsástand (þol, styrk, liðleika og púls)
- stuðla að bættri líkamsbeitingu og -stöðu með æfingum og hreyfingu
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- leysa af hendi verkefni sem snúa að skipulagi eigin þjálfunar
- mæla og meta eiginn styrkleika í líkams- og heilsurækt
- taka þátt í umræðu um ávana- og fíkniefni
- takast á við áskoranir daglegs lífs varðandi mataræði og lifnaðarhætti
Nánari upplýsingar á námskrá.is