Einingafjöldi: 1
Þrep: 2
Forkröfur: ÍÞRÓ 1GH01, ÍÞRÓ 1GL01, ÍÞRÓ 2LC01, ÍÞRÓ2LD01
Í áfanganum er lögð áhersla á heildræna heilsueflingu. Farið er yfir gildi hreyfingar og mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin heilsu og velferð. Nemendur fá fræðslu um mikilvægi þess að tengja saman andlega og líkamlega vellíðan. Þá er leitast við að auka meðvitund um hvað sé góð næring og skilja mikilvægi hennar til að viðhalda heilbrigði eða hvað gæti verið skaðlegt. Kennslustundir eru verklegar og bóklegar. Farið er yfir fjölbreytta möguleika til líkams- og heilsuræktar innan dyra sem utan. Lögð er áhersla á þjálfun(arform) með eigin líkama, boltum, mótstöðuteygjum, jóga, pilatesæfingum og að þjálfa núvitund og samkennd. Nemendur setja sér raunhæf markmið í líkams- og heilsurækt og vinna einstaklingsbundið og stjórna viðeigandi álagi. Verkefnavinna byggist á uppbyggingu þjálfunaráætlunar og markmiðssetningu.
Í öllum áföngum er minnt á mikilvægi svefns og slökunar.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- forsendum og áhrifum þjálfunar á líkama og heilsu
- framkvæmd og útfærslu æfinga fyrir alla vöðvahópa líkamans
- þjálfun vöðva í kjarna líkamans (stoðkerfisvöðva)
- uppbyggingu þjálfunaráætlunar og markmiðssetningu
- forvarnargildi almennrar heilsuræktar
- mikilvægi svefns, hvíldar og slökunar
- mikilvægi andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar vellíðunar
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- setja einstaklingshæfð markmið
- æfa slökun, liðleika og teygjur
- æfa hreyfingar sem stuðla að bættri líkamsbeitingu- og stöðu
- gera styrktar- og þolæfingar
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- nýta sér markmiðsetningu til að takast á við persónulegar áskoranir og leysa af hendi krefjandi verkefni daglegs lífs
- nýta tækifæri til þjálfunar og nota til þess fjölbreyttar aðferðir
- takast á við áskoranir daglegs lífs varðandi heilbrigðan lífsstíl
- stunda sjálfstæða líkams- og heilsurækt til framtíðar.
Nánari upplýsingar á námskrá.is