Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ÍSLE2MN05
Í áfanganum munu nemendur kynna sér einkenni mismunandi tegunda texta og þjálfa sig í ritun þeirra. Nemendur vinna fjölbreytt skrifleg verkefni og rýna í eigin verk og annarra. Lögð er áhersla á að efla sjálfstraust og sköpunargáfu nemenda við ritun og frágang mismunandi texta. Áfanginn er símatsáfangi.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- einkennum mismunandi tegunda ritsmíða
- hvernig ná má fram ólíkum blæbrigðum/hughrifum í ritsmíðum
- helstu hefðum og venjum í ljóðagerð, jafnt hefðbundinni sem óbundinni
- hlutverki höfundar í ritverkum
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- semja og rita eigin texta; sögur, ljóð, greinar eða hvaðeina sem hugur hans stendur til
- nota fjölbreytt og vandað mál við ritsmíðar
- velja sér málsnið og stíl í samræmi við viðfangsefni/form
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- meta trúverðugleika og gæði ritsmíða
- greina og upplifa ólík hughrif í skáldskap
- mynda sér skoðun á ætlan höfunda ritverka.
Nánari upplýsingar á námskrá.is