ÍSLE3BB05 - Barna- og ungmennabókmenntir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ÍSLE2MN05
Í áfanganum velta nemendur fyrir sér menningarheimi barna og ungmenna. Fjallað er um upphaf og sögu barna- og ungmennabókmennta, aðallega á Íslandi. Skoðað er hvað einkennir góðar barnabækur og fjallað um gildi þess að börn lesi og lesið sé fyrir þau. Nemendur greina myndasögur, bækur fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og ungmennabækur. Einnig verður fjallað um ævintýri, fantasíur og sjónvarpsefni fyrir börn. Unnin eru margvísleg verkefni í tengslum við efni áfangans.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þróunarsögu íslenskra barna- og ungmennabóka
  • uppbyggingu myndasagna
  • sögum sem ætlaðar eru mismunandi aldurshópum
  • mikilvægi þess að börn lesi og að lesið sé fyrir þau
  • mismunandi tegundum barna- og ungmennabókmennta
  • því hvers konar afþreying er í boði fyrir börn

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • fjalla af skilningi og þekkingu um barna- og ungmennabækur
  • átta sig á hvað einkennir góðar barna- og ungmennabækur
  • fjalla af skilningi og þekkingu um hvers konar afþreyingu sem ætluð er börnum
  • nýta sér fræðileg vinnubrögð við úrvinnslu efnis

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • velja á gagnrýninn hátt lesefni handa börnum og ungmennum
  • meta með gagnrýnum huga barnaefni af ýmsu tagi
  • semja efni sem ætlað er börnum
Nánari upplýsingar á námskrá.is