Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Í áfanganum gefst nemendum kostur á að kynna sér margvísleg skáldverk í heimi bókmennta. Nemendur velja af lista þrjár bækur sem þeir lesa yfir önnina. Engin tímasókn er en nemendur gera grein fyrir verkunum í einkaviðtölum við kennara.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mikilvægi lestrar
- því hvernig skáldsögur endurspegla líf og samfélag
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- tjá sig í ræðu og riti um skáldsögur af ýmsum toga
- átta sig á meginefni texta
- taka þátt í umræðum
- endursegja efni
- tileinka sér góðar lestrarvenjur
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- greina texta og draga ályktanir
- vera gagnrýninn á efni
- bæta og dýpka lesskilning
- njóta lesturs
- auka skilning á mannlegu atferli í gegnum lestur skáldsagna
Nánari upplýsingar á námskrá.is